Námsfrí á Ítalíu 2024

Lærðu ítölsku!

Viltu verja sumarfríinu á Ítalíu, kynnast landi og þjóð og ná föstum tökum á tungumálinu?
Skelltu þér þá með okkur því í sumar er í boði eins mánaðar námskeið frá 1. júlí til 26. júlí.
Tungumálaskólinn Campus Magnolie er í litlu þorpi, Castelraimondo, í hinu rómaða Marche – héraði í hjarta Ítalíu, um 200 km norðaustan við Róm, nálægt fallegum ströndum Adríahafsins. Skólinn er sérlega vel búinn og hefur á snærum sínum frábæra kennara. 
Í boði eru mismunandi ítölskunámskeið, allt frá byrjendanámskeiðum upp í námskeið fyrir þá allra færustu. Grunnverð er sérlega hagstætt eða 1050 evrur.
Jóhanna hefur skipulagt Námsfrí á Ítalíu í 17 ár og á þeim tíma hafa yfir 1000 Íslendingar notað tækifærið til að kynnast ítalskri tungu og menningu betur.

Innifalið

Gisting, 90 kennslustundir og skoðunarferðir þ.á m. ferðir til Rómar, Flórens og aðrar ferðir til nálægra menningarborga í héraði. 
Skipulagðar ferðir gegn vægu gjaldi eru  til: Napólí, Feneyja, Verona, Garda - vatnsins, Cinque Terre, San Marino og til Puglia. Auk þess er boðið upp á margskonar skemmtikvöld þ.á m. karókí, mataruppákomur, kvikmyndasýningar o.fl. Flug er ekki innifalið.
 Heimasíða skólans er: www.campusmagnolie.it.
Arrivederci!