InItalia er ferða- og matarklúbbur Guðjóns & Jóhönnu

Deila skal því sem gott þykir!

  • Ferðir

    InItalia býður upp á fjölbreyttar ferðir um Ítalíu í samstarfi við ítölsku ferðaskrifstofuna Cinquecento Viaggi srl. (500 eins og Fiat) sem staðsett er í Marche. Í gegnum Jóhönnu hafa yfir 1000 íslendingar, ferðast vítt og breytt um Ítalíu, með Cinquecento Viaggi, í yfir áratug.

    Allar okkar ferðir eru til staða á Ítalíu sem við þekkjum persónulega og langar til að deila með öðrum.

    Fjöldi þátttakenda í hverri ferð verður takmarkaður til að tryggja sem besta upplifun og gera okkur kleift að ferðast um á svæðum sem ekki eru endilega hönnuð fyrir mikinn fjölda ferðamanna.

    Við skipulagningu ferða InItalia er mikil áhersla lögð á að nýta þjónustu frá aðilum sem búsettir eru á þeim svæðum sem heimsótt eru.

    Allar ferðir InItalia henta allt eins vel fyrir pör eða vinahópa sem og fólk sem kýs að að ferðast á eigin vegum.

  • Námsfrí

    Námsfrí er fjögura vikna tungumálanámskeið, í litlu þorpi í Marche - héraði, með fjölda skoðunarferða, sem hentar fólki á öllum aldri sem áhuga hefur á því að kynnast tungumálinu og menningunni betur.

    Í boði eru fjölbreytt ítölskunámskeið, allt frá byrjendanámskeiðum upp í námskeið fyrir þá allra færustu. Grunnverð er sérlega hagstætt eða 1050 evrur.

    Margir mismunandi gistimöguleikar eru í boði, hvort heldur sem er fyrir pör, fjölskyldur, vini eða fyrir þá sem vilja heldur einstaklingsíbúðir.

  • Matarklúbbur

    Við hjónin erum mikið áhugafólk um mat og höfum á flakki okkar um Ítalíu undanfarin ár, kynnst fjöldanum öllum af litlum framleiðendum, yfirleitt fjölskyldureknum, á hágæða ólífuolíum, hunangi, pasta, ostum og fjöldamörgu öðru.

    Í gegnum árinum höfum við iðulega fyllt ferðatöskur af mat til að taka með okkur heim og síðan nagað okkur í handabökin nokkrum vikum seinna fyrir að hafa ekki tekið meira með.

    Með það fyrir augum að hætta að verða uppiskroppa með okkar uppáhalds matvörur þá fengum við þá flugu í höfuðið að hefja innflutning á þeim hingað til lands og kanna hvort fleiri gætu haft áhuga á að njóta þeirra með okkur í formi matarklúbbs.

    Hugmyndin er að fólk geti bæði skráð sig í mánaðarlega áskrift á tilteknum vörum, en jafnframt valið að versla vörur að vild án skuldbindingar.

    Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að skrá þig í ferða- og matarklúbbinn og fá upplýsingar um nýjar ferðir og matvörur um leið og þær berast.

Samstarfsaðilar InItalia

Cinquecento Viaggi srl.
Pan Arctica ehf.
Kt: 670498-2550