
.jpg)


Dagur 1.
Ferðadagur
Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 08:20 með áætlaða lendingu í Feneyjum kl. 15:00
Frá Marco Polo flugvellinum höldum við beint á fjögurra stjörnu hótelið sem bíður okkar í Pieve di Soligo, sem er lítill og fallegur bær í Veneto-héraðinu á milli borganna Conegliano og Valdobbiadene, í hjarta Prosecco-vínsvæðisins.
Bærinn liggur við ána Soligo og er umlukinn mjúkum vínekrum og hæðum sem mynda einstakt landslag. Hann er þekktur fyrir góða víngerð, hefðbundna matarmenningu og rólega sveitalífsstemningu.
Miðbærinn er mjög huggulegur, með lítil torg og kaffihús þar sem heimamenn hittast, sem og fjölda veitingastaða.
Pieve di Soligo er einnig tengdur ítalska rithöfundinum Andrea Zanzotto, sem fæddist þar, og er oft nefndur „bær ljóðsins og vínanna“.
Kvöldverður á hótelinu (án drykkja) er innifalinn.
Dagur 2.
Hjólað til í gegnum sveitir Valdobbiadene til Vittorio Veneto
Við munum vakna snemma í morgunverð og klukkan 8:00 munum við hittast fyrir utan hótelið okkar og þar fáum við hjólin okkar afhent. Í framhaldi leggjum við af stað í ferðalag í gegnum fagrar sveitir Valdobbiadene áleiðis til Vittorio Veneto. Á leiðinni munum gera stutt stopp og taka inn umhverfið á merkum og fallegum stöðum.
Vittorio Veneto er söguleg og græn borg í Veneto-héraði í norðausturhluta Ítalíu, staðsett milli Prosecco-hæðanna og Alpanna, um klukkustund frá Feneyjum. Hún er þekkt bæði fyrir fegurð landslagsins og mikla sögulega þýðingu, fyrir Ítali, sem vettvangur lokabardaga Ítalíu í fyrri heimsstyrjöldinni.
Bærinn liggur við rætur Prealpi-fjallanna, og er vinsæll áfangastaður fyrir hjólreiðar, gönguferðir og fjallaklifur. Leiðir þaðan liggja upp í átt að Cansiglio-skóginum, sem er eitt grænasta og fallegasta skóglendi Norður-Ítalíu.
Á sumrin er andrúmsloftið svalt og þægilegt, með tærum fjallalindum og litlum ám sem renna í gegnum bæinn.
Á leiðinni munum við stoppa og skoða klaustur heilagrar Maríu í Follina, eitt fegursta og friðsælasta klaustur í Veneto-héraði, staðsett í litla þorpinu Follina, mitt á milli Prosecco-hæðanna og Vittorio Veneto. Einnig munum við stoppa við Ravine vötnin sem finnast í fallegu gljúfri á mörkum Prealpi‐fjalla.
Eftir komuna til Vittorio Veneto, munum við afhenda hjólin og halda í stutta skoðunarferð um bæinn og kynna okkur sögu hans og menningu. Við munum svo njóta hádegisverðar saman í nágrenninu og halda svo í rútu heim.
Í framhaldi verður fjáls tími.
Hádegisverður með víni og vatni er innifalinn.
Vegalengd sem hjóluð er: 32 km.
Erfiðleikastig: Miðlungs
Hækkun: 187 metrar
Lækkun 193 metrar
RCA trygging innifalin í hjólaferðum.
Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól










Dagur 3.
Hjólað til Castelfranco Veneto & Padua
Við munum vakna snemma í morgunverð og klukkan 8:00 hittumst við fyrir utan hótelið okkar og fáum hjólin okkar afhent. Í framhaldi leggjum við af stað í hjólaferð til borgarinnar Padua, með viðkomu í Castelfranco Veneto á leiðinni.
Castelfranco Veneto er lífleg borg með mikla sögu, staðsett í Veneto-héraði, á milli Padova, Treviso og Vicenza. Hún er þekkt fyrir miðaldavirki sitt, listaarf og rólega, fallega miðbæinn.
Borgin var stofnuð á 12. öld af borginni Treviso sem útvirki henni til varnar (franco“ merkir skattfrjáls) og íbúar fengu undanþágu frá sköttum til að setjast þar að.
Enn í dag stendur ferhyrndur borgarmúrinn, með hornturnum, nánast óbreyttur, umkringdur fossum og grænum görðum.
Padua (ít. Padova) er ein elsta og menningarlega merkilegasta borg Ítalíu, staðsett í Veneto-héraði, um 40 km vestur af Feneyjum. Hún er þekkt fyrir forna háskólamenningu, trúarlega arfleifð og einstakan listaarf. .
Padua var upphaflega rómversk borg (Patavium) og varð á miðöldum mikilvæg menningar- og verslunarmiðstöð. Hún er heimili Háskólans í Padua, stofnaður 1222, sem er einn elsti háskóli Evrópu og þar kenndi meðal annars Galileo Galilei.
Eftir komuna til Padua munum við afhenda hjólin, halda í stutta skoðunarferð um borgina, og kynna okkur sögu hennar og menningu. Við munum svo njóta hádegisverðar saman á fallegum stað í borginni og halda svo í rútu heim.
Eftir komuna á hótelið er frjáls tími.
Hádegismatur ásamt víni og vatni er innifalið.
Vegalengd sem hjóluð er: 35 km.
Erfiðleikastig: Miðlungs
Hækkun: 9 metrar
Lækkun 32 metrar
RCA trygging innifalin í hjólaferðum.
Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól
Dagur 4.
Hjólað um Prosecco hæðirnar
Við munum vakna snemma í morgunverð og klukkan 8:00 hittumst við fyrir utan hótelið okkar og fáum hjólin okkar afhent. Í framhaldi leggjum við af stað í hringferð á hjólunum um Prosecco hæðirnar og komum við hjá virtum framleiðanda Prosecco á þessu svæði og smakka á hinum sögufrægu Prosecco veigum.
Hjólferð um Prosecco-hæðirnar í Veneto er ein af fallegri hjólaleiðum Ítalíu, þar sem þú líður um mjúkar hæðir, fram hjá litlum miðaldabæjum, með vínviði glera-þrúgunnar í röðum allt um kring og útsýni sem teygir sig frá Alpafjöllum til Adríahafs.
Svæðið er á Heimsminjaskrá UNESCO og liggur tæknilega á milli Conegliano og Valdobbiadene en við munum byrjar hringferðina í Pieve di Soglia og halda svo til baka, aðra leið, í Valdobbiadene, eftir að hafa stoppað þar til að skoða borgina.
Vínsmökkun hjá prosecco framleiðanda er innifalin.
Hádegisverður, við komuna til Pieve di Soglio er innifalinn
Vegalengd sem hjóluð er: 40 km.
Erfiðleikastig: Miðlungs
Hækkun: 543 metrar
Lækkun 542 metrar
RCA trygging innifalin í hjólaferðum.
Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól
.







Dagur 5.
Dagsferð til Feneyja
Eftir morgunverð munum við halda í dagsferð til perlu Adriahafsins, hinnar sögufrægu Feneyja, sem er í eins klukkutíma akstri frá.
Þaðan tökum við ferju inn í miðborgina og gerum ráð fyrir að vera komin þangað um klukkan 10:30.
Boðið verður upp á gönguleiðsögn, sem mun taka um klukkutíma, um helstu kennileiti borgarinnar og í framhaldi hefur fólk frjálsan tíma til að njóta Feneyja á þann hátt sem þeim hentar, fara í göngutúr, gondola siglingu eða heimsækja sum hinna mögnuðu safna sem borgin geymir.
Mjög sérstök og skemmtileg matarmenning er í Feneyjum sem fólk er hvatt til að láta ekki framhjá sér fara.
VIð munum svo safnast saman á fyrirfram ákveðnum stað kl. 17:00 og sigla saman tilbaka á bílastæðið, þar sem rútan bíður okkar, flytur okkur upp á hótel um kl. 18:30 - 19:00

Dagur 6.
Haldið til Verona
Eftir morgunverð kveðjum við Pieve di Soglio og höldum til rómantísku borgarinnar Verona en áætlaður akstur þangað er um 2 klukkustundir. Við verðum komin á fjögura stjörnu hótelið okkar í miðbænum um eða upp úr 13.00
Eftir að fólk hefur haft tíma til að koma sér fyrir, munu farastjórar bjóða upp á stutta gönguleiðsögn um miðbæ Verona sem endar á hefðbundnum Veronskum veitingastað, rétt hjá Piazza delle Erbe, þar sem boðið verður upp á ekta Veronskan aperitivo að hætti heimamanna, þar sem borðaðir eru ýmsir smáréttir, með drykkjunum. Í framhaldi verður frjáls tími.
VIð hvetjum fólk til að skoða það ríka framboð menningarviðburða sem Verona hefur upp á að bjóða.
Þar má nefna óperur í hinu forna hringleikahúsi Arena, en einnig er boðið upp á fjölda viðburða og tónleika í borginni allt árið um kring.
Fjöldi mjög góðra veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu.






Dagur 7.
Frjáls dagur í Verona
Eftir morgunverð hafa ferðalangar frjálsan tíma til að ráðstafa eins og þeim hentar, kannað borgina upp á eigin spýtur, farið á söfn, slakað á og/eða verslað.
Fyrir ævintýragjarna ferðalanga þá er Verona ennfremur einstaklega vel staðsett fyrir dagsferðir til fjölda áhugaverðra borga, bæja og staða sem margir eru vel innan við klukkutíma lestarferð frá, og þó svo að hótelið okkar sé í miðbænum , þá er það í göngufæri frá lestarstöð Verona
Áhugaverðir staðir til að heimsækja þennan frídag gætu til dæmis verið: Bologna (1 klst. frá), Gardavatnið (um 30 mínútur frá,) og Vicenza (um 25 mínutur frá) og svo mætti lengi telja.
Tækifærin eru fjöldamörg til að nýta þennan dag til hins ýtrasta á ódýran og einfaldan hátt og fararstjórar eru boðnir og búnir til að aðstoða ferðalanga varðandi spennandi staði í stuttri fjarlægð frá Verona, eða í Verona.


Dagur 8.
Ferðadagur
Eftir morgunverð, mun ferðalöngum gefast smá tími til að rölta um en klukkan 11 þurfa að allir að vera búnir að tékka út og gera upp við hótelið, því þá munum við kveðja Verona og halda til Marco Polo flugvallarins.
Flugvöllurinn er innan við 1 1/2 klukkustunda akstur frá
Brottför heim er áætluð kl. 16:10.

Innifalið í verði:
Verð ferðar er 409.000 þús á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 60.000 þúsund krónur við. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Feneyja ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Rútuferðir skv. ferðalýsingu. Morgunverður á hótelum alla daga. 5 nætur á 4 stjörnu hóteli í miðbæ Pieve di Soglio. 2 nætur á glæsilegu 4 stjörnu hóteli í miðborg Verona. Kvöldverður (án drykkja) við komuna til Pieve di Soglio Hjólaferð um Vittorio Veneto. Hádegisverður í Vittorio Veneto innifalinn. Hjólaferð til Padua. Hádegisverður í Padua innifalinn. Hjólaferð um Prosecco hæðirnar. Vínsmökkun hjá framleiðanda, og hádegisverður við komuna til Pieve di Soglio er innifalinn. Skoðunarferð um helstu kennileiti Verona ásamt aperitivo að hætti Verona búa, með drykkjum og léttu snarli. Íslensk fararstjórn. Takmarkaður fjöldi þáttakenda. Lágmarks fjöldi þátttakenda í ferð er 20 manns. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hóteli, aðgangur að Spa svæði hótelsins þá daga sem ferðir eru í boði, strandabekkir í Numana og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Leiga á hjálmum og aukabúnaði Annað: Staðfestingargjald er 60.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 5 vikum fyrir brottför. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.




