top of page
capri-island-explore-nature-beautiful-rocks-fam-2025-03-07-10-27-53-utc.jpeg

Napolíflóinn, Capri & Róm.

25. mars - 1. apríl 2026

 Takmarkaður sætafjöldi 

Dimbilvikan 2026 flugupplýsingar.jpg

Ferðin er skipulögð í samstarfi við ferðaskrifstofuna 500 Viaggi s.r.l. 

Screenshot 2024-10-12 at 15.34.41.png
Sheraton Napoli.jpg

Dagur 1.

Ferðadagur

Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 08:00 með áætlaða lendingu í Róm kl. 14:00. Við söfnumst saman á flugvellinum og göngum saman í rútuna sem mun taka okkur beint á hótelið okkar við Napolí. 

Við gerum ráð fyrir að verða komin á Sheraton hótelið eftir um tvo og hálfan tíma..

Eftir komu á hótelið, fá gestir afhent herbergin sín og munu í framhaldi getað slakað á í fallegu umhverfi hótelsins.

​Við hittumst svo í sameiginlegum kvöldverði á hótelinu, eftir að hafa komið okkur fyrir, til að kynnast og fara yfir næstu daga.

 

Kvöldverður ásamt víni og vatni er innifalið þetta kvöld.

Dagur 2.

Pompeii og Sorrento

Eftir morgunverð höldum við til hinnar mögnuðu Pompeii, til að skoða furðulega vel varðveittar mynjar Rómaveldis, í borg sem fórst í gjóskugosi árið 79 f. Kr. Leiðsögumaður á vegum safnsins mun fylgja okkur um svæðið, með íslenskum túlki. 

Eftir gönguferð um Pompeii er ferðinni haldið til hinnar mögnuðu strandaborgar við Napolíflóann, Sorrento og þar munum við njóta eftirmiðdagsins.  Við munum vera komin til Sorrento um kl. 14:00. Sorrento er mjög skemmtileg um að fara, og full af góðum veitingastöðum, börum og verslunum.

Við munum svo halda heimleiðis upp á hótelið um kl. 17:30.

Kvöldverður ásamt víni og vatni er innifalið þetta kvöld.

pompeii-italy-temple-of-jupiter-or-capitolium-or-2023-11-27-05-18-28-utc.jpg
aerial-drone-view-of-the-tyrrhenian-sea-coast-in-s-2023-11-27-05-33-10-utc (1).jpg

Dagur 3.

Capri

capri-island-italy-2024-10-19-12-19-33-utc.jpg
marina-grande-capri-campania-italy-2025-04-04-04-06-59-utc.jpg
magnificent-view-of-the-island-of-capri-with-its-b-2025-02-09-20-18-46-utc.jpg

Eftir morgunmat höldum við til hafnarinnar í Napolí til að heimsækja eina af perlum Miðjarðarhafsins, hina guðdómlegu eyju Capri, sem í aldanna rás hefur verið draumaáfangastaður alls flóru mannkyns. Rómverskir keisarar, evrópskt aðalsfólk, sjófarar, listamenn og ferðamenn, hafa sótt Capri heim til að upplifa einstaka nátturufegurð, leita innblásturs og njóta lystisemda lífsins á þessum einstaka stað.

Eftir komuna til hafnarinnar Marina Grande í Capri, munum við leggja upp í siglingu um eyjuna og njóta hins stórbrotna landslags og upplifa sögu þessarar fornu eyjar á meðan að við virðum fyrir okkur magnaðar kletta- og, jarðmyndanir, einstakar strendur, sem sjást einna best frá  sjó og ef nógu gott er í sjóinn þá náum við mögulega að virða fyrir okkur Grotta Azzurra (Blá hellinn). 

Eftir siglinguna þá höldum við í lítilli (Funicular) fjallalest, upp til þorpsins Capri þar sem við munum njóta dýrindis hádegisverðar.

 

Capri er þekkt fyrir sínar einstöku þröngu götur, skínandi hvít hús og fallegu garða.  Þarna má líka finna hina einstöku Ágústínusar-garða.

Að hádegismat loknum er frjáls tími fyrir ferðalanga til að kynnast eyjunni betur og upp á eigin spítur. Fyrir þá sem vilja, þá væri möguleiki á að fara til Anacapri eða jafnvel fara með kláfi upp á fjallið Monte Solar og njóta útsýnisins frá tindi fjallsins.

Við munum svo hittast við ferjuhöfnuna um kl. 17:00 og halda áleiðs heim á hótel.

Kvöldverður ásam víni og vatni er innifalinn þetta kvöld.

Dagur 4.

Napolí

Eftir morgunverð höldum til hinnar mögnuðu Napolíborgar. Áætlaður komutími er um kl. 10:30.

Við förum úr rútunni í nágrenni við Piazza Plebiscito sem er mjög miðsvæðis. Þaðan verður haldið í skoðunarferð með farastjórum, þar sem helstu kennileiti verða heimsótt, og við kynnum okkur magnaða sögu borgarinnar.

Eftir gönguferðina munum við hafa frjálsan tíma í Napólí til 18:00​ en þá mun hópurinn svo hittast á fyrirfram ákveðnum stað og ganga þaðan saman að rútunni.

 

Við höldum svo heim á hótelið okkar og borðum þar saman kvöldmat.

Kvöldverður ásamt víni og vatni er innifalið þetta kvöld.

Napoli við flóann.jpg
IMG_1289.jpeg
Cori temple.jpg
Marco Carpineti winery.jpg

Dagur 5.

Fjallaþorpið Cori frá 8. öld f. Kr. & vínsmökkun í nágrenninu

Eftir morgunverð, höldum við áleiðis til Rómar en á leiðinni verður gert stutt stopp í Cori sem er ævaforn, í hæðum Lazio-héraðsins, um 50 km suðaustur af Róm. Cori á sér mjög langa sögu, sem nær aftur fyrir fornrómverskra tíma, og var upprunalega byggð af Latverjum (Latini), einum af frumbyggjaþjóðflokkum Mið-Ítalíu. Cori var orðin vel þróuð borg allt frá 7. öld f. Kr.

 

Staðarleiðsögumaður ásamt fararstjórum (túlkað verður jafnóðum yfir á íslensku í hlustunartækin) munu leiða okkur í gegnum aldirnar og kynna okkur stórmerkilega sögu Cori í gegnum minjar, hof og byggingar.

Göngutúrinn mun taka tæpan klukkutíma og í framhaldi höldum við á vínekru í nágrenni,  þar sem við munum borða léttan hádegisverð og smakka á ljúffengum vínum frá einum helsta vínframleiðanda Lazio-héraðsins. 

Þaðan höldum við á hótelið okkar í Róm sem er rétt rúman klukkustundar akstur frá.  Eftir innritun á hótelið er frjáls tími. 

​Hádegisverður og vínsmökkun er innifalið.

Dagur 6.

Skoðunarferð um Róm

Eftir morgunverð, verður boðið upp á skoðunarferð um Róm með fararstjórum, þar sem skoðuð verða mörg af helstu kennileitum borgarinnar eilífu og fræðst aðeins um magnaða sögu hennar. Skoðunarferðin mun enda á Piazza Navona um kl. 12:30.

Hópurinn mun svo sameinast á veitingastað í nágrenni Vatíkansins, um klukkan 14:00, og borða saman síðbúinn hádegisverð á rómverska vísu. 

Hádegisverður með vatni og víni er innfalið.

Eftir hádegisverðinn er frjáls tími.

colosseum-at-sunrise-in-rome-2024-10-11-05-36-10-utc.jpg
Pantheon II.jpg
spanish steps II.jpg

Dagur 7.

Castel st. Angelo.jpg
rome-italy-st-peter-s-square-with-papal-basilic-2023-11-27-05-09-09-utc.jpg

Gönguferð til Péturskirkjunnar / Frjáls dagur í Róm

Eftir morgunverð, verður boðið upp á valfrjálsan göngutúr, með leiðsögn, frá hótelinu okkur. Við munum rölta niður að Tíber- fljótinu þar sem hinn magnaði Castel St. Angelo stendur, en hann hefur þjónað stóru og margvíslegu hlutverki í gegnum aldirnar í borginni eilífu.

Frá Tíberbökkum munum við ganga upp Via della Conciliazione (götu sáttagerðarinnar) þar sem hið stórkostlega Péturstorg opnar á móti manni faðminn og býður okkur velkomin í kirkju heilgs Péturs. 

Eftir heimsóknina í Péturskirkjuna mun fólk hafa frjálsan tíma til að skoða sig um: fara upp í hvolfþak  Péturskirkjunnar, heimsækja Vatíkan-safnið eða hvað sem hugurinn stendur til og Róm hefur upp á að bjóða. 

cityscape-view-from-st-peters-basilica-cupola-in-v-2024-09-12-11-14-53-utc.jpg

Dagur 8.

Heimferð

Ferðadagur. Eftir morgunverð, er frjáls tími, en rútan mun leggja af stað frá hótelinu ekki seinna en kl. 12:00 á hádegi.

Við höldum síðan af stað áleiðis til Fiumicino-flugvallarins, en þangað er aðeins um 30 - 40 mínútna akstur.

Brottför heim er áætluð kl. 15:45.

rome-and-vatican-city-viewed-from-an-airplane-rom-2025-01-27-17-44-56-utc.jpg

Innifalið í verði:

Verð ferðar er 369.000 þúsund krónur á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 55.000 þúsund krónur við verð ferðar. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Rómar ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Rútuferðir skv. ferðalýsingu. Morgunverður alla daga. 4 nætur á glæsilegu 4 stjörnu Sheraton hóteli, við Napolí. 3 nætur á glæsilegu 4 stjörnu hóteli miðsvæðis í Róm, skammt frá Vatíkaninu. Kvöldverðir (ásamt víni og vatni) er innifaldir fjögur kvöld í Napolí. Aðgangur að Pompeii ásamt leiðsögn um svæðið með reyndum staðarleiðsögumanni og íslenskumælandi túlk. Siglling til og frá Capri Sigling umhverfis Capri. Aðgangseyrir í kláf á Capri og hádegisverður með víni og vatni í Capri bæ. Heimsókn til Cori ásamt leiðsögn um söguslóðir borgarinnar með reyndum staðarleiðsögumanni og íslenskumælandi túlk. Heimsókn til virts vínframleiðanda í nágrenni Cori ásamt vínsmökkun og léttum hádegisverði. Skoðunarferð um helstu kennileyti og sögustaði Rómar með íslenskri leiðsögn. Ekta ítalskur hádegisverður með drykkjum, í nágrenni við Vatíkanið. Gönguferð frá hóteli til Castel St. Angelo og svo Péturskirkunnar. Íslensk fararstjórn. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hótelum, og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Annað: Staðfestingargjald er 60.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast 5 vikum fyrir brottför. Athugið að sætaframboð í þessa ferð er takmarkað. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.

Hér er hægt að skrá sig á forgangslista fyrir ferðina!

Vinsamlega tilgreinið fjölda einstaklinga sem verið er að skrá.

2025-001.jpg

InItalia Travel

bottom of page