top of page
touristic-town-positano-on-rocky-cliffs-and-moun-2025-03-16-14-21-28-utc.jpg
Hjólað um ein fegurstu svæði Ítalíu

Rafhjólað um Amalfí-ströndina og Cilento-þjóðgarðinn

8. - 15. maí 2026

  Takmarkaður sætafjöldi. 

Screenshot 2025-11-02 at 15.31.38.png

Verð 398.000 m.v. tvo í herbergi

Ferðin er skipulögð í samstarfi við Hjólreiðasamband Ítalíu.

Screenshot 2025-11-02 at 15.29.39.png

og

500 viaggio.jpg

Dagur 1.

Screenshot 2025-10-19 at 18.08.24.png
Screenshot 2025-06-29 at 17.29.41.png

Ferðadagur

Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 08:20 með áætlaða lendingu í Róm kl. 14:00. Við söfnumst saman á flugvellinum og höldum saman þangað sem að 6-7 manna bílar bíða eftir að taka okkur beint á glæsilega fjögurra stjörnu hótelið okkar í Róm, ekki langt frá Vatíkaninu, þar sem við munum dvela næstu tvær nætur. 

Eftir komu á hótelið, fá gestir afhent herbergin sín og  í framhaldi er frjáls tími þar sem ferðalangar geta slakað á á hótelinu, sem er með spa aðstöðu, eða haldið út í borgina til að upplifa töfra Rómar.

 

.

the-pantheon-temple-in-rome-with-a-historical-foun-2025-02-02-11-45-43-utc.jpg

Dagur 2.

Skoðunarferð um Róm & ítalskur hádegisverður við Vatíkanið

Eftir morgunverð verður boðið upp á skoðunarferð með fararstjórum um mörg af þekktustu kennileitum Rómarborgar.

Skoðunarferðinni lýkur í sameiginlegum hádegisverði á veitingastað í nágrenni við Péturskirkjuna. Þar munum við njóta saman dýrindis veiga á rómverska vísu.

Í framhaldi verður frjáls tími til að njóta eftirmiðdagsins og kvöldsins í þessari yndislegu borg.

colosseum-at-sunrise-in-rome-2024-10-11-05-36-10-utc.jpg
rome-italy-man-training-on-kayak-near-aelian-bri-2023-11-27-05-27-22-utc (1).jpg
spanish steps II.jpg

Dagur 3.

Haldið til hótelsins okkar við Agropoli og Paestum

Pasetum hótel og tjöld.jpg
Screenshot 2025-11-02 at 15.41.31.png
Paestum sundlaugar.jpg

Eftir morgunverð höldum við beint á fimm stjörnu hótelið sem bíður okkar rétt fyrir utan Agropoli, þar sem við munum dvelja næstu fimm næturnar.

Aksturinn mun taka um 4 klukkustundir en stoppað verður á leiðinni svo að fólk geti fengið sér snarl eða komist á salernið.

 

Agropoli er fallegur strandbær á suðurhluta Ítalíu, í héraðinu Salerno í Campania. Bærinn stendur við Cilento-ströndina og er hluti af Cilento- og Vallo di Diano-þjóðgarðinum, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Agropoli er þekktur fyrir sögulega gamla bæinn sinn, sem stendur á klettahæð með útsýni yfir Miðjarðarhafið. Þar má finna þröngar steinlagðar götur, miðaldavarnargarða og kastala frá Býsans- og Normannatímanum.

 

Nútímalegi hluti bæjarins hefur fallega strönd, líflegt hafnarsvæði og fjölmarga veitingastaði og kaffihús.

Agropoli er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem vilja kanna Amalfi-ströndina, Cilento-svæðið og rústirnar í Paestum.

Eftir innritun á hótelið er frjáls tími sem fólk getur notað til að slaka á á sundlaugarsvæði hótelsins eða kannað nánasta umhverfið.

paestum vínrekki.jpg

Dagur 4.

Hjólað frá Agropoli til Pioppi

Við munum vakna í morgunmat snemma og förum í rútu til Agropoli, sem er nokkra kílómetra frá, þar sem hjólunum verður úthlutað. Þennan daginn verður haldið frá þessu gullfallega sjávarþorpi áleiðis til Pioppi, lítillar og sögufrægrar strandbyggðar sem er þekkt sem „vagga Miðjarðarhafsmataræðisins. 

Leiðin sem við munum hjóla á milli Agropoli og Pioppi er falleg og fjölbreytt leið meðfram ströndinni í Cilento-þjóðgerðinum, þar sem við munum upplifa ægifagra náttúru, langa sögu svæðisins og falleg ítölsk sjávarþorp í einni hjólaferð. 

VIð munum stoppa á leiðinni í Castellabate, fallegum miðaldabæ, á hæð með stórbrotið útsýni yfir ströndina og litlu þorpin fyrir neðan. ​ Þaðan heldur hjólatúrinn áfram eftir mjúkum hæðum og strandvegi til Pioppi,

Leiðin er með blöndu af mjúkum brekkum og sléttum köflum, og býður upp á kyrrð, fallegt útsýni og dæmigerðan suður-ítalskan sjarma.

Hjólaferðinni mun ljúka í Pioppi, þar munum við svo í framhaldi fá okkur ljúffengan hádegisverð og fá tækifæri til að gæða okkur á afurðum úr þessu fallega héraði. 

 

Hádegisverður er innifalinn í verði.

Vegalengd sem hjóluð er: 39,4 km. 

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Hækkun: 774 metrar

Lækkun 771 metri

RCA trygging innifalin í hjólaferðum.

Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól eða sambærilegt.

Screenshot 2025-11-03 at 13.08.21.png
Screenshot 2025-11-03 at 20.24.55.png
happy-cyclist-woman-riding-in-public-park-with-ele-2024-11-02-23-29-53-utc.jpg
Screenshot 2025-11-03 at 20.20_edited.jp
Screenshot 2025-11-03 at 20.27_edited.jp
stunning-view-of-amalfi-coast-cliffs-meeting-the-v-2025-01-10-03-27-51-utc.jpg
Screenshot 2025-11-03 at 21.22_edited.jp
amalfi-in-summer-amalfi-coast-2025-01-29-03-27-05-utc.jpg
Screenshot 2025-11-03 at 22.31_edited.jp

Dagur 5.

Hjólað um Amalfi-ströndina

Við munum vakna snemma í morgunverð og klukkan 8:00 mun rúta flytja okkur til einnar af fegurstu ströndum Ítalíu eða til Amalfi-strandarinnar.. Við förum á hjólin í Cetera  og hjólum síðan meðfram þessari guðdómlegu strönd alla leiðina til Positano. 

Amalfi-ströndin (Costa d’Amalfi) er eitt fegursta og frægasta strand­svæði Ítalíu, staðsett í Campania-héraði milli borganna Sorrento og Salerno.

Hún er þekkt fyrir risháa kletta, litrík þorp sem hanga utan í hlíðunum, krókótta vegi og tilkomumikið útsýni yfir Miðjarðarhafið.

 

Meðal þekktustu staða eru Amalfi, Positano, Ravello, Praiano og Cetara, þar sem hver bær hefur sinn sérstaka sjarma, sögu og hefðir og við munum stoppa á leiðinni í nokkrum þeirra. 

Svæðið er á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstakrar byggingarlistar, náttúrufegurðar og menningararfleifðar.

 

Amalfi-ströndin er einfaldlega óviðjafnanleg og það er alveg einstakt að upplifa hana á hjóli. Við munum stoppa við í fallegum bæjum á leiðinni, og gera stopp til að borða hádegismat saman.

Í Positano munum við skilja við hjólin og eftir að hafa skoðað okkur um og notið mun rúta flytja okkur tilbaka á hótelið, og það sem eftirlifir dags er frjáls tími. 

Vert er að hafa í huga að ákveðnir hlutar leiðarinnar eru nokkuð krefjandi, með hækkun á hlykkjóttum vegi, en rúta mun fylgja okkur alla leiðina og ef að fólk treystir sér ekki í ákveðna hluta leiðarinnar þá er möguleiki að sleppa hjólunum á þeim kafla. 

Hádegisverður er innifalinn í verði.

Vegalengd sem hjóluð er: 36,6 km. 

Erfiðleikastig: Erfið

Hækkun: 820 metrar

Lækkun 710 metrar

RCA trygging innifalin í hjólaferðum.

Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól

silhouetted-view-of-male-mountain-biker-on-coastal-2024-10-21-21-38-32-utc_edited.jpg
cliff-side-buildings-by-sea-positano-amalfi-coas-2025-04-03-05-09-40-utc.jpg

Dagur 6.

Hjólað um nærsvæðið Agropoli & Paestum 

Við munum vakna snemma í morgunmat hjólunum verður úthlutað fyrir utan hótelið um kl. 08:00. Þaðan leggjum við svo af stað í hringferð um nærsvæðið sem mun enda aftur á hótelinu 3 - 4 klukkustundum síðar. Stefnan verður fyrst tekin á fallega sjávarþorpið Agropoli.

Agropoli er fallegur strandbær í héraðinu Salerno í Campania. Bærinn stendur við Cilento-ströndina og er hluti af Cilento- og Vallo di Diano-þjóðgarðinum, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.

Agropoli er þekktur fyrir sögulega gamla bæinn sinn, sem stendur á klettahæð með útsýni yfir Miðjarðarhafið. Þar má finna þröngar steinlagðar götur, miðaldavarnargarða og kastala frá Býsans- og Normannatímanum.

 

Nútímalegi hluti bæjarins hefur fallega strönd, líflegt hafnarsvæði og fjölmargar veitingastaði og kaffihús.

Þaðan munum við svo halda áleiðis til Paestum sem er forn grísk borg sem stofnuð var á 6. öld f. Kr. af grískum landnemum og hét upphaflega Poseidonia, eftir sjávarguðinum Poseidoni.

 

Paestum er fræg fyrir einstaklega vel varðveitta hof sín í dórískum stíl, sem teljast til fegurstu fornminja í allri Ítalíu.

 

Þar má sjá þrjú stór hof, helguð Heru, Aþenu og Poseidoni. Borgin hefur einnig rómverskar rústir, götur, leikhús og veggmyndir.

Á svæðinu er fornminjasafn sem sýnir gripi úr uppgröftum og frægar grafarmyndir eins og grafhýsi kafaranna og fleiri dýrgripi. 

Rafhjólatúr um Paestum-svæðið er róleg og falleg leið til að upplifa svæðið og sögu þess og hægt er að hjóla hægt fram hjá hinum glæsilegu hofum Heru, Poseidons og Aþenu og njóta útsýnisins yfir forna borgina og sveitina í kring.

 

Eftir heimsókn í Paestum fornleifasvæðið höldum við aftur heima á hótel þar sem við skiljum við hjólin. Í framhaldi munum við borða saman hádegisverð á veitingastað nálægt hótelinu og smakka á afurðum úr þessu fallega héraði en svæðið er mikið landbúnaðarhéraðið., ekki síst í  Sele-dalnum þar mikil ræktun fer fram en einnig eru framleiddur þar hinir frægu mozzarella di bufala, unnir úr mjólk vatnabuffalóa.

Eftir hádegisverðinn hefur fólk frjálsan tíma til að slaka á við sundlaugarbakka hótelsins, strandasvæði hótelsins eða kanna nærumhverfið nánar. 

Hádegisverður er innifalinn í verði.

Vegalengd sem hjóluð er: 32 km. 

Erfiðleikastig: Létt

Hækkun: 38 metrar

Lækkun 38 metrar

RCA trygging innifalin í hjólaferðum.

Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól

Screenshot 2025-11-03 at 23.12.46.png
Screenshot 2025-11-03 at 13.06.52.png
the-temple-of-neptune-it-was-built-in-the-doric-or-2025-10-07-00-50-23-utc.jpg
the-greek-temple-of-hera-ii-paestum-italy-2025-03-16-03-24-58-utc.jpg
Screenshot 2025-11-03 at 23.16.58.png
Screenshot 2025-11-03 at 23.57.17.png
Screenshot 2025-11-03 at 13.04_edited.jpg

Dagur 7.

Frjáls dagur til að njóta eins og hentar.

Eftir morgunverð er frjáls tími sem fólk getur ráðstafað að vild. 

 

​Til dæmis er hægt að fara til Agropoli, og skoða hana í rólegheitum. Þar er líka hægt að leigja motorbáta (án bátaréttinda), og kanna fagrar strendurnar frá hafi.

 

EInnig er hægt að slaka á á sundlaugasvæði hótelsins eða fara á strönd hótelsins sem er skammt frá.

hairs-and-a-table-for-guests-decorated-with-candl-2025-01-09-05-18-31-utc.jpg

Dagur 8.

Ferðadagur

Eftir morgunverð, munum við tékka út af hótelinu og halda af stað áleiðis til Fiumicino-flugvallarins, en þangað er um 4 klukkustunda akstur. 

 

Stoppað verður á leiðinni til að hægt verði að fara á salerni eða kaupa sér eitthvað að borða. 

Brottför heim er áætluð kl. 15:45.

rome-and-vatican-city-viewed-from-an-airplane-rom-2025-01-27-17-44-56-utc.jpg

Innifalið í verði:

Verð ferðar er 398.000 þús á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 60.000 þúsund krónur við. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Rómar ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Rútuferðir skv. ferðalýsingu. Morgunverður á hótelum alla daga. 2 nætur á 4 stjörnu Spa hóteli í Róm. Skoðunarferð um helstu kennileiti Rómar ásamt hádegisverði í nágrenni við Vatíkanið. 5 nætur á glæsilegu 5 stjörnu hóteli við Agropoli & Paestum. Leiga á rafhjólum í þrjá daga ásamt fylgdarbílum, aðstoðar- og leiðsögumanna á hjóladögum. Hjólaferð um Cilento þjóðgarðinn. Hádegisverður þar sem afurðir úr héraði eru smakkaðar. Hjólaferð um Amalfi ströndina ásamt hádegisverði þar. Hjólaferð um Agropoli og Paestum ásamt hádegisverði í nágrenni við hótelið. Íslensk fararstjórn. Takmarkaður fjöldi þáttakenda. Lágmarks fjöldi þátttakenda í ferð er 20 manns. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hóteli, og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Annað: Staðfestingargjald er 60.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 6 vikum fyrir brottför. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.

Skráðu þig á forgangslista fyrir ferðina hér!

Vinsamlega tilgreinið fjölda einstaklinga sem verið er að skrá.

2025-001.jpg

InItalia Travel

bottom of page