top of page
two-young-friends-in-a-meadow-with-mountain-bikes-2025-03-05-02-49-36-utc.jpg
Hjólað um hjarta Ítalíu

Rafhjólað um Marche & Umbría
Gengið um Róm

10. - 17. júlí 2026

  Takmarkaður sætafjöldi. 

Screenshot 2025-10-19 at 19.21.06.png

Verð 394.000 m.v. tvo í herbergi

Ferðin er skipulögð í samstarfi við Ítalska hjólreiðasambandið.

download-1.png
500 viaggio.jpg

Dagur 1.

Screenshot 2025-10-19 at 18.08.24.png
Screenshot 2025-06-29 at 17.29.41.png

Ferðadagur

Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 08:20 með áætlaða lendingu í Róm kl. 14:00. Við söfnumst saman á flugvellinum og höldum saman þangað sem að 6-7 manna bílar bíða eftir að taka okkur beint á glæsilega fjögurra stjörnu hótelið okkar í Róm, ekki langt frá Vatíkaninu, þar sem við munum dvela næstu tvær nætur. 

Eftir komu á hótelið, fá gestir afhent herbergin sín og  í framhaldi er frjáls tími þar sem ferðalangar geta slakað á á hótelinu, sem er með spa aðstöðu, eða haldið út í borgina til að upplifa töfra Rómar.

 

.

the-pantheon-temple-in-rome-with-a-historical-foun-2025-02-02-11-45-43-utc.jpg

Dagur 2.

Skoðunarferð um Róm & ítalskur hádegisverður við Vatíkanið

Eftir morgunverð verður boðið upp á skoðunarferð með fararstjórum um mörg af þekktustu kennileitum Rómarborgar.

Skoðunarferðinni lýkur í sameiginlegum hádegisverði á veitingastað í nágrenni við Péturskirkjuna. Þar munum við njóta saman dýrindis veiga á rómverska vísu.

Í framhaldi verður frjáls tími til að njóta eftirmiðdagsins og kvöldsins í þessari yndislegu borg.

colosseum-at-sunrise-in-rome-2024-10-11-05-36-10-utc.jpg
rome-italy-man-training-on-kayak-near-aelian-bri-2023-11-27-05-27-22-utc (1).jpg
spanish steps II.jpg

Dagur 3.

Haldið til hótelsins okkar í Marche

_TER0986.jpg

Eftir morgunverð höldum við beint á fjögurra stjörnu Spa hótelið sem bíður okkar í hlíðum Sibillini þjóðgarðsins í Marche, þar sem við munum dvelja næstu fimm næturnar.

 

Ferðin þangað mun taka um 4 klst., (stutt stopp verður gert á leiðinni. til að fara á salerni og/eða kaupa sér vatn, drykki o.fl. til að hafa á herbergjunum ef fólk vill.), en leiðin þangað er falleg og fjölbreytt.

 

Eftir komu á hótelið, munu gestir fá afhenda lykla að herbergjunum og í framhaldi er frjáls tími. 

Innifalið þennan dag er aðgengi að spa svæði hótelsins, það sem eftirlifir af deginum, þar sem fólk getur slakað á og notið eftirmiðdagsins í ægifögru umhverfinu. 

Um kvöldið verður boðið upp á  3ja rétta kvöldverð, fyrir utan drykki, á veitingastað hótelsins sem er innifalinn. 

_A7R0748.jpg
_TER1657.jpg

Dagur 4.

ASSISI-PANORAMICA-2000x1333-1200x800.jpg
young-smiling-bikers-man-and-woman-in-professional-2025-01-16-22-37-54-utc.jpg
basilica-in-assisi-umbria-italy-2023-11-27-04-59-28-utc_edited_edited.jpg

Hjólað til Assisi

Við munum vakna í morgunmat snemma og  leggja af stað á hjólunum kl. 08:00 til pílagrímabæjarins Assisi í Umbria, sem er frægur fyrir að vera fæðingastaður heilags Fransis, ásamt því að vera alveg einstaklega fallegur miðaldabær.

 

Við gerum ráð fyrir að koma til  Assisi um kl. 12:00 og þá munum við fara saman í stutta skoðunarferð um bæinn. Í framhaldi verður frjáls tími fyrir fólk til að skoða sig um, fá sér hádegismat af einhverjum af hinum góðu veitingastöðum þar og eða versla. 

Um kl. 15:00 munum við svo safnast saman á fyrirfram ákveðnum stað og halda saman til Dómkirkju heilags Fransis. Kirkjan er í gotneskum stíl og á margan hátt algjörlega einstök, verandi skreytt freskum eftir Giotto og Cimabue. Fólki gefst þar tími til að heimsækja grafhýsi heilags Fransis og taka myndir. 

 

Um klukkan 16:00 mun rúta svo flytja okkur tilbaka á hótelið okkar í Marche.

Kvöldverður á hótelinu (án drykkja) er innifalinn um kvöldið.

Vegalengd sem hjóluð er: um 50 km.

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Hækkun: 350 m.

RCA trygging innifalin í hjólaferðum.

Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól eða sambærilegt.

Dagur 5.

Hjólað um Monte Conero

silhouetted-view-of-male-mountain-biker-on-coastal-2024-10-21-21-38-32-utc_edited.jpg
Conero spiaggia.jpg
Par að hjóla í marche.jpg

Við munum vakna snemma í morgunverð og klukkan 8:00 mun rúta flytja okkur til einnar af fegurstu ströndum Adríahafsins við Monte Conero. Við förum á hjólin í við Numana. og  munum hjóla um þetta guðdómlega svæði  fram að hádegi. 

Klukkan 13:00 verðum við komin til vínframleiðanda þar sem okkur mun gefast kostur á því að fara í vínsmökkun og í framhaldi borða þar hádegismat.

Klukkan 15:00 mun rútan flytja okkur tilbaka heim á hótelið, og eftir að við komum þangað, eða um kl. 16:00 er frjáls tími.

​Vínsmökkun og hádegismatur er innifalið. 

Vegalengd sem hjóluð er: um 34 km.

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Hækkun: 3-400 m.

RCA trygging innifalin í hjólaferðum.

Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól eða sambærilegt.

Dagur 6.

Hjólað um sveitir Marche. Vín- og matarframleiðendur heimsóttir 

Við munum leggja af stað frá hótelinu eftir morgunverð, eða kl. 9:00 og halda saman í hjólreiðatúr um vín- og matarhéraðið Marche, áleiðis til Matelica, þar sem vínþrúgan Verdicchio er hvað helst ræktuð.  Við munum ferðast um ægifagrar sveitir Sibbillini þjóðgarðsins með reglulegum stoppum. 

Á leiðinni munum við koma við hjá einhverjum af þeim fjölmörgu framleiðendum á matvælum (m.a. hunangi og ostum) sem eru í héraðinu, en Marche er ein af helstu matarkistum Ítalíu og þar framleiða, oftast litlir fjölskyldureknir framleiðendur, kynstrin öll af einstökum matvörum. 

VIð munum einnig gefa okkur tíma til að koma við hjá vínframleiðanda á leiðinni til að kynnast betur Verdicchio vínunum.

 

Um hádegisbilið munum við svo borða hádegismat á sveitabýli sem framleiðir dæmigerðar afurðir úr héraðinu. 

Í hjólaferðinni munum við fræðast um héraðið Marche og sögu þess, en í leiðinni kynnast fólkinu sem byggir og yrkir sveitina og framleiðir mikið af besta hráefni sem Ítalía hefur upp á að bjóða. 

Eftir hádegisverðin munum við hjóla tilbaka heim á hótelið en þeir sem vilja stendur líka til boða að fara heim í rútu.​

​Hádegisverður með drykkjum er innifalinn.

Vegalengd sem hjóluð er: Um 40 km.

Erfiðleikastig: Miðlungs.

Hækkun: 350 m.

RCA trygging innifalin í hjólaferðum.

Tegund hjóla: MTB Front rafmagnshjól eða sambærilegt.

two-young-friends-in-a-meadow-with-mountain-bikes-2025-03-05-02-49-36-utc.jpg
IMG_0354.jpeg
IMG_3267.jpg

Dagur 7.

Spa dagur og hádegisverður uppi í fjöllum Sibillini

_A7R0748.jpg

Eftir morgunverð er frjáls tími en innifalið þann dag verður fullt aðgengi að spa svæði hótelsins, inni- og útisvæði, sólbekkjum og sundlaug.

 

Upp úr hádegi ökum við svo stuttan spöl til veitingastaðar uppi í hæðum Sibillini þjóðgarðsins, þar sem við munum njóta langs hádegisverðar á ítalska vísu.

Eftir hádegisverð verður frjáls tími en spa svæði hótelsins mun áfram verða aðgengilegt fyrir þá sem vilja til klukkan átta.

Hádegisverður með drykkjum er innifalinn.

IMG_1464.jpeg
hairs-and-a-table-for-guests-decorated-with-candl-2025-01-09-05-18-31-utc.jpg

Dagur 8.

Ferðadagur

Eftir morgunverð, munum við tékka út af hótelinu og halda af stað áleiðis til Fiumicino-flugvallarins, en þangað er aðeins um 4 klst. akstur.  Stoppað verður á leiðinni til að hægt verði að fara á salerni eða kaupa sér eitthvað að borða. 

Brottför heim er áætluð kl. 15:45.

rome-and-vatican-city-viewed-from-an-airplane-rom-2025-01-27-17-44-56-utc.jpg

Innifalið í verði:

Verð ferðar er 394.000 þús á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 55.000 þúsund krónur við. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Rómar ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Rútuferðir skv. ferðalýsingu. Morgunverður á hótelum alla daga. 2 nætur á glæsilegu 4 stjörnu hóteli í nágrenni Vatíkansins í Róm. Skoðunarferð um helstu kennileiti Rómar ásamt hádegisverði í nágrenni við Vatíkanið. 5 nætur á 4 stjörnu Spa hóteli í þjóðgarðinum Sibillini í Marche. Tveir kvöldverðir á glæsilegum veitingastað hótelsins í Marche (án drykkja). Eftirmiðdagur á spa svæði hótelsins á komudegi. Heilll dagur á Spa svæði hótelsins í Marche, og langur hádegisverður uppi í hæðum þjóðgarðsins. Hjólaferð um sveitir Marche. Vín og afurðir úr héraði smakkaðar og hádegisverður. Hjólaferð til Assisi í Umbria, fæðingarbæjar heilags Fransis, verndara Ítalíu. Hjólaferð um Monte-Conero svæðið ásamt vínsmökkun og hádegisverði. Íslensk fararstjórn. Takmarkaður fjöldi þáttakenda. Lágmarks fjöldi þátttakenda í ferð er 20 manns. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hóteli, aðgangur að Spa svæði hótelsins þá daga sem ferðir eru í boði, strandabekkir í Numana og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Annað: Staðfestingargjald er 60.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast fyrir 5 vikum fyrir brottför. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.

Skráðu þig á forgangslista fyrir ferðina hér!

Vinsamlega tilgreinið fjölda einstaklinga sem verið er að skrá.

2025-001.jpg

InItalia Travel

bottom of page