Rafhjólaferðir InItalia 2026
Hjólaðu með okkur um Ítalíu!

Amalfi & UNESCO Heimsminjar
Einstök hjólaferð um Amalfi-ströndina, Agropoli og forngrísku borgina Paestum við Tyrrenhafið.
Við gistum fimm nætur á fimm stjörnu hóteli við Agropoli og tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli í Róm, í nágrenni við Vatíkanið.
Ferðin er skiplögð í samstarfi við Hjólreiðasamband Ítalíu.
Beint flug með Icelandair til Rómar
Mikið innifalið.
Prosecco héraðið, Feneyjar & Verona
Ógleymanleg rafhjólferð um Prosecco hæðirnar þar sem að Glera þrúgan ræður ríkjum.
Við gistum fimm nætur á fjögurra stjörnu hóteli í hjarta Prosecco héraðsins og tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli í miðborg Verona. Dagsferð til Feneyja.
Ferðin er skiplögð í samstarfi við Hjólreiðasamband Ítalíu.
Beint flug með Icelandair til Feneyja.
Mikið innifalið.
Hjólað um Marche og Umbria, gengið um Róm
Dásamleg rafhjólaferð um sveitir Marche og Umbria, héröðin sem eru einar af helstu matarkistum Ítaliu.
Við gistum fimm nætur á fjögurra stjörnu spa hóteli í hjarta Marche og tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli í nágrenni við Vatíkanið í Róm. Skoðunarferð um Róm.
Ferðin er skiplögð í samstarfi við Hjólreiðasamband Ítalíu.
Beint flug með Icelandair til Rómar.
Mikið innifalið.

Adríahafsströndin, Pesaro, Urbino & Verona
Mögnuð rafhjólaferð um ævintýralega fallegar sveitir Pesaro og nágrennis sem er að stórum hluta á heimsminjaskrá UNESCO
Við gistum fimm nætur á fjögurra stjörnu hóteli við ströndina í miðbæ Pesaro og tvær nætur á fjögurra stjörnu hóteli í miðborg Verona.
Ferðin er skiplögð í samstarfi við Hjólreiðasamband Ítalíu.
Beint flug með Icelandair til Feneyja.
Mikið innifalið.




