

Dagur 1.
Ferðadagur
Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 08:20 með áætlaða lendingu í Róm kl. 14:00. Við söfnumst saman á flugvellinum og höldum svo þangað sem að 6-7 manna bílar bíða eftir að aka okkur beint á glæsilega fjögurra stjörnu hótelið okkar í Róm, í nágrenni Vatíkansins. Þar munum við dvelja næstu fjárar nætur.
Eftir komu á hótelið, fá gestir afhent herbergin sín og í framhaldi er frjáls tími þar sem ferðalangar geta slakað á á hótelinu, sem er með spa aðstöðu, eða haldið út í borgina til að upplifa töfra Rómar.
.
Dagur 2.
Skoðunarferð um helstu kennileiti og söguslóðir Rómar
Eftir morgunverð verður boðið upp á skoðunarferð með fararstjórum um mörg af þekktustu kennileitum Rómarborgar.
Göngutúrinn mun enda á Piazza Navona um klukkan 13:00 og í framhaldi verður frjáls tími til að njóta eftirmiðdagsins og kvöldsins í þessari yndislegu borg.
Gönguleiðsögn er innifalin .



Dagur 3.
Gönguferð um gyðingahverfið, áleiðis til Trastevere

Eftir morgunverð, er frjáls tími. Um kl. 16:00 munu þau sem vilja geta hitt fararstjóra á fyrirfram ákveðnum stað á Campo di Fiori torginu og þaðan munum við ganga um hverfið, kynna okkur merka sögu þess, ásamt því að fræðast um þau áhrif sem matarhefðir íbúanna þar hafa haft á matarmenningu Rómar, sem og Ítalíu.
Markaðurinn á Campo di Fiori verður í fullum gangi og við munum við stoppa aðeins og smakka á kræsingum og upplifa með eigin bragðlaukum sumt af þeim ljúffenga mat sem einkennir þetta hverfi.
VIð höldum svo yfir Tíberfljótið til Trastevere hverfisins, sem er alveg einstakt, með þröngum götum og fjölbreyttri flóru verslana og veitingastaða.
Göngunni mun ljúka á torgi heilagrar Maríu í Trastevere um klukkan 17:30 og eftir það er frjáls tími til að upplifa Trastevere og borgarinnar eins og menn kjósa helst.
Gönguleiðsögnin ásamt smakki í gyðingahverfinu er innifalin.


Dagur 4.
Péturskirkjan í Róm & rómverskur hádegisverður í nágrenni Vatíkansins.
Eftir morgunverð, verður boðið upp á valfrjálsan göngutúr, með leiðsögn, frá hótelinu okkur. Við munum rölta niður að Tíberfljótinu þar sem hinn magnaði Castel St. Angelo stendur, en hann hefur þjónað stóru og margvíslegu hlutverki í gegnum aldirnar í borginni eilífu.
Frá Tíberbökkum munum við ganga upp Via della Conciliazione (götu sáttagerðarinnar) þar sem hið stórkostlega Péturstorg opnar á móti manni faðminn og býður okkur velkomin í Péturskirkjuna.
Eftir heimsóknina í kirkjuna mun fólk hafa frjálsan tíma til að skoða sig um, fara upp í hvolfþak kirkjunnar eða heimsækja Vatíkansafnið.
Hópurinn mun svo sameinast á veitingastað í nágrenni Vatíkansins, um klukkan 13:30, og borða saman síðbúinn hádegisverð að rómverskum hætti.
Hádegisverður og meðfylgjandi veigar eru innfaldar.
Eftir hádegisverðinn er frjáls tími, sem fólk getur nýtt eins og best hentar.

.jpg)

Dagur 5.
Heimferð
Ferðadagur. Eftir snemmbúinn morgunverð, eða kl. 08:00, munu 6-7 manna bílar flytja okkur til Fiumicino flugvallarins.
Brottför heim er áætluð kl. 11:30.
Innifalið í verði:
Verð ferðar er 239.000 þúsund krónur á mann. m.v. 2 í herbergi. Fyrir þá sem vilja vera í sér herbergi bætast 40.000 þúsund krónur við verð ferðar. Innifalið: Beint flug með Icelandair til Rómar ásamt 23 kg. tösku og 10 kg. handfarangri. Allur akstur samkvæmt lýsingu. Morgunverður alla daga. 4 nætur á glæsilegu 4 stjörnu hóteli miðsvæðis í Róm, skammt frá Vatíkaninu. Hótelið er með spa aðstöðu. Skoðunarferð um helstu kennileyti og sögustaði Rómar með íslenskri leiðsögn. Skoðunarferð um gyðingahverfið og svo til Trastevere með íslenskri leiðsögn. Smakk á réttum í gyðingahverfinu. Heimsókn í Péturskirkjuna. Ekta ítalskur hádegisverður með drykkjum, í nágrenni við Vatíkanið. Íslensk fararstjórn. Ekki innfalið: Aðangur að söfnum, gistináttaskattur sem greiddur er á hótelum, og annað sem ekki er tekið fram að sé innifalið. Annað: Staðfestingargjald er 55.000 kr. og er óafturkræft nema að ferðinni verði aflýst. Lokagreiðsla þarf að berast 6 vikum fyrir brottför. Athugið að sætaframboð í þessa ferð er takmarkað. Ferðaskrifstofan / fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta áætlun ferðar ef veður, umferð eða aðrar ófyrirsjánlegar aðstæður gefa tilefni til.


